Temjum tæknina

Temjum tæknina er hlaðvarp um gervigreind og fólk. Magnús Smári Smárason, verkefnastjóri við Háskólann á Akureyri, tekur á móti gestum og ræðir tækni, spunagreind, sjálfvirkni og áhrif tæknibyltinga á daglegt líf. Gestir þáttarins koma úr ólíkum áttum – allt frá sérfræðingum til þeirra sem eru að taka sín fyrstu skref í tækninni. Áherslan er á mannlegar sögur og tengsl tækni við samfélagið í víðum skilningi og áhrif á ólíkar greinar.

Listen on:

  • Apple Podcasts
  • Podbean App
  • Spotify
  • Amazon Music
  • Podchaser

Episodes

21 hours ago

In this episode of Temjum tæknina (Taming Technology), we speak with Professor Sean Rife, co-founder of Scite, about the role of AI in science and education. The interview is in English. The University of Akureyri recently signed a two-year agreement with Scite, granting full access to students and staff. Implementation has begun in collaboration with faculty, the university library, and the IT and teaching support center.

#7 Sean Rife

21 hours ago

21 hours ago

Í þessum þætti af Temjum tæknina ræðum við við prófessor Sean Rife, meðstofnanda Scite, um áhrif gervigreindar á vísindastarf og menntun. Viðtalið fer fram á ensku. Háskólinn á Akureyri hefur nýlega gert tveggja ára samning við Scite sem veitir öllum nemendum og starfsfólki aðgang að þessari öflugu þjónustu – og er innleiðing hafin í samstarfi við kennara, bókasafn og upplýsingatæknimiðstöð.

#6 Safa Jemai

21 hours ago

21 hours ago

Í þættinum fáum við innsýn í ótrúlega vegferð Safa Jemai, sem flutti frá Túnis til Íslands 23 ára, lærði íslensku á fimm mánuðum og rekur í dag tvö gjörólík fyrirtæki – Vikonnek í gervigreindarlausnum og Mabrúka í kryddum sem tengir hana á áhugaverðan hátt við uppruna sinn í Túnis. Safa ræðir við Magnús um reynslu sína af því að byrja upp á nýtt í nýju landi, hvernig hún sameinar tækni og matarhefðir, mikilvægi þess að fylgja ástríðu sinni og hvernig við sem samfélag getum tekist á við örar tæknibreytingar og áhrif gervigreindar á framtíðina.

#5 Jónatan Sólon Magnússon

Thursday Apr 03, 2025

Thursday Apr 03, 2025

Gestur þáttarins er Jónatan Sólon Magnússon, doktorsnemi við heimspeki- og vísindaaðferðafræðistofnun Kepler háskólans í Linz, Austurríki. Jónatan rannsakar gervigreind og efnahagsaðstæður í tengslum við þá þróun með sérstaka áherslu á vinnumarkaðinn. Við ræðum áhrif gervigreindar á störf, hvernig sjálfvirknivæðing getur haft í för með sér breytingar á vinnumarkaði og hugmyndina um "frelsi frá vinnu til að skapa frelsi til vinnu." Jónatan kynnir hugmyndir um grundvallarframfærslu sem leið til að takast á við breytingar á vinnumarkaði, nýtingu gervigreindar til að taka yfir óæskileg störf, og hvernig kapítalískt hagkerfi þarf að þróast til að mæta nýjum veruleika í loftslagsmálum og tæknibreytingum.

#4 Gísli Ragnar Guðmundsson

Thursday Apr 03, 2025

Thursday Apr 03, 2025

Í þættinum fær Magnús Smári heimsókn frá Gísla Ragnari Guðmundssyni, fyrrum starfsmanni Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytisins sem tók þátt í gerð aðgerðaáætlunar Íslands í málefnum gervigreindar til 2026 og nú starfar sem ráðgjafi hjá KPMG. Þeir ræða stöðu gagnamála hjá hinu opinbera, áskoranir við innleiðingu gervigreindar í íslenskri stjórnsýslu, mikilvægi góðra gagnagrunna fyrir gervigreindarnýtingu, hvernig menntakerfið þarf að bregðast við tæknibreytingum, og stærri samfélagslegar spurningar varðandi atvinnubreytingar og þjóðfélagslega aðlögun.

#3 Dr. Ari Kristinn Jónsson

Friday Mar 21, 2025

Friday Mar 21, 2025

Dr. Ari Kristinn Jónsson er einn áhrifamesti tæknileiðtogi Íslands – fyrrum NASA-vísindamaður, fyrrverandi rektor HR og frumkvöðull á sviði gervigreindar, menntunar og nýsköpunar. Í þessum þætti skyggnumst við inn í ótrúlegan feril hans, leiðtogastíl og ástríðu fyrir því að nýta tækni til að leysa raunveruleg vandamál – frá Mars-jeppum yfir í menntun framtíðarinnar.

#2 Helena Sigurðardóttir

Wednesday Mar 12, 2025

Wednesday Mar 12, 2025

Gesturinn í þessum þætti er Helena Sigurðardóttir kennsluráðgjafi hjá Háskólanum á Akureyri, Helena er grunnskólakennari og hefur verið mikill frumkvöðull í að innleiða tækni frá spjaldtölvuvæðingu grunnskóla yfir í gervigreind verkfæri í háskólasamfélaginu, virkilega gaman að fá hana í spjall og margir afar áhugaverðir punktar ræddir.

Friday Feb 21, 2025

Í þessum fyrsta þætti er rætt við Gunnar Ásgeir Ásgeirsson, kerfisstjóra við Háskólann á Akureyri, hann deilir reynslu sinni úr kvikmyndabransanum – sögum af sýningarstjórastarfinu sem hvarf með stafrænu byltingunni til textavinnslu og verndun íslenskunar.Við spyrjum: Hvernig temjum við tæknina á ábyrgan hátt, án þess að missa tökin?
Gunnar er líka gestgjafi hlaðvarpsins Litli mallakúturinn – hlustaðu á það hér: Spotify tengill.
Bónus fyrir tækniáhugafólk: Kíktu á WhisperSST.is – 100% staðbundið, open-source máltækniviðmót í þróun sem þýðir íslenskt tal í texta beint á þinni vél, án skýjaþjónustu eða nettengingar (eftir fyrsta niðurhal). Þetta verkfæri keyrir á þínum vélbúnaði og tryggir fullkomið næði. Skoðaðu kóðann og prófaðu sjálf(ur) á GitHub.

#Trailer - Temjum tæknina

Friday Feb 14, 2025

Friday Feb 14, 2025

Temjum tæknina í stað þess að láta hana stjórna okkur

Copyright 2025 All rights reserved.

Version: 20241125