Temjum tæknina
Temjum tæknina er hlaðvarp um gervigreind og fólk. Magnús Smári Smárason, verkefnastjóri við Háskólann á Akureyri, tekur á móti gestum og ræðir tækni, spunagreind, sjálfvirkni og áhrif tæknibyltinga á daglegt líf. Gestir þáttarins koma úr ólíkum áttum – allt frá sérfræðingum til þeirra sem eru að taka sín fyrstu skref í tækninni. Áherslan er á mannlegar sögur og tengsl tækni við samfélagið í víðum skilningi og áhrif á ólíkar greinar.
Episodes

Monday Dec 15, 2025
Monday Dec 15, 2025
Í þessum þætti er gestur minn Smári Sigurðsson, múrarameistari og faðir minn. Saman ræðum við breytta tíma, frá uppvexti í sveit og vinnu við Laxárvirkjun yfir í tækniöldina sem við lifum í dag. Smári hefur haldið sig fjarri tölvum og snjallsímum stærstan hluta ævinnar og hefur einstaka sýn á hvernig tæknin hefur breytt samskiptum okkar – eða eins og hann segir: „Við erum búin að hlaða múra í kringum okkur.“Helstu umræðuefni:Meistarinn og lærisveinninn: Að læra með því að horfa og framkvæma.Ábyrgð og vinnusemi: Að klára verkin og standa við orð sín.Stafræni múrinn: Hvernig tæknin getur hindrað raunveruleg mannleg samskipti.Sögur úr fortíðinni: Frá innrásinni í Tékkóslóvakíu 1968 til páfaheimsóknar í Póllandi.Einlægt og tímalaust spjall um gildi sem aldrei fara úr tísku.

Wednesday Dec 10, 2025
Wednesday Dec 10, 2025
Í þessum þætti af ræðir Magnús Smári við Lilju Dögg Jónsdóttur, framkvæmdastjóra Almannaróms, miðstöðvar um máltækni á Íslandi.Samtalið er ferðalag um fortíð, nútíð og framtíð íslenskunnar í stafrænum heimi. Lilja rekur sögulega baráttu þjóðarinnar fyrir íslenskum stöfum á lyklaborðum, útskýrir þá brýnu þörf sem er á íslenskum þjálfunargögnum fyrir gervigreind og lýsir þeim metnaðarfullu verkefnum sem Almannarómur leiðir til að tryggja að tæknin tali okkar tungu.

Monday Dec 01, 2025
Monday Dec 01, 2025
Hver er sál tækninnar? Í þessum enska þætti ræðir Magnús Smári við ítölsku hugsuðina Dr. Roberto Buccola og prófessor Giorgio Baruchello. Í stað tæknilegrar umræðu er gervigreind krufin með tækjum sálgreiningar, goðafræði og heimspeki.
Eru reikniritin nýir guðir og gervigreindin nútíma gullgerðarlist?

Thursday Nov 06, 2025
Thursday Nov 06, 2025
Í þessum þætti af "Temjum tæknina" sest Magnús Smári niður með Sigurði Óla, vöruþróunarstjóra hjá Datalab, og þeir rýna í eina af stærstu spurningum samtímans: Hvernig sköpum við raunverulegt virði með gervigreind? Í hlaðvarpinu er m.a. fjallað um muninn á "gamaldags" spálíkönum og nýrri spunagreind/skapandi-gervigreind á borð við ChatGPT. Sigurður deilir hagnýtri reynslu sinni af því að hanna lausnir fyrir fyrirtæki og ræðir áskoranir eins og óvissu, "hallucinations" og hið svokallaða "AI Productivity Paradox". Hvaða færni verður mikilvægust í framtíðinni þegar tæknin getur leyst sífellt fleiri verkefni? Er skortur á forriturum, eða skortur á tæknifólki með samkennd og heildarsýn? Þátturinn veltir upp stórum spurningum um menntun, ábyrgð og hvernig við sem samfélag getum tryggt að tæknin þjóni mannlegum gildum, en ekki öfugt. Þetta er ómissandi samtal fyrir alla sem vilja skilja ekki bara hvað gervigreind er, heldur hvað hún þýðir fyrir okkur.

Friday Oct 17, 2025
Friday Oct 17, 2025
Sérstakur þáttur" af Temjum tæknina, þar sem óljóst er hvor sé gestur eða hlaðvarpsstjórnandi, en Pia Sigurlína langaði að ræða við Magnús um Scite sem nemendur og starfsmenn HA hafa aðgang að í tilefni að Open Access.Sagt verður frá hvers vegna Scite.ai varð fyrir valinu og hvernig innleiðingin gengur. Hvaða hlutverk bókasafnið hefur í ferlinu? Einnig verður rætt um hvað sönnunardrifin nálgun er og hvernig nemendur ættu að nota gervigreind. Gerir gervigreind námið erfiðara, ekki auðveldara? Síðast en ekki síst verður rætt um mikilvægi þess að hafa gagnrýna hugsun ávallt í fyrirrúmi. Hér er hlekkur í viðtal á ensku sem Magnús Smári tók fyrr á árinu við Sean Rife, meðstofnanda Scite.ai, um hlutverk gervigreindar í vísindum og menntun.

Wednesday Oct 15, 2025
Wednesday Oct 15, 2025
Getur spjallmenni komið í stað sálfræðings? Og hvaða ábyrgð berum við á tímum þar sem tæknin býður upp á skjótar lausnir við flóknum mannlegum vanda? Pétur Maack Þorsteinsson sálfræðingur fer yfir mörkin milli manns og vélar og veltir upp spurningunni um hvað raunverulega skiptir máli þegar fólk þarf á stuðningi að halda.

Thursday Sep 11, 2025
Thursday Sep 11, 2025
Í þessum þætti af „Temjum tæknina“ ræðir Magnús Smári Smárason við Sverri Bergmann Magnússon, nýútskrifaðan viðskiptafræðing frá Háskólanum á Akureyri og bæjarfulltrúa. Við byrjum að ræða um meistararitgerð Sverris þar sem hann rannsakaði áhrif síaukinnar stafrænnar tengingar á mörk vinnu og einkalífs hjá sveitarstjórnarfólki. Þaðan þróast umræðan yfir í víðtækar áskoranir nútímans, svo sem stöðugt áreiti, kulnun, væntingar um tafarlaus viðbrögð og hvernig samfélagsmiðlar og stafræn tækni almennt móta líf okkar og störf. Einnig er kafað ofan í hlutverk og áhrif gervigreindar, bæði sem mögulegt hjálpartæki við að auka skilvirkni en líka sem áskorun sem krefst gagnrýninnar hugsunar og meðvitaðrar notkunar. Þátturinn veltir upp spurningum um mikilvægi endurheimtar, mannlegra tengsla og hvernig við getum nýtt tækni þannig að hún þjóni okkur sem á sem í stað þess að stjórna okkur. Hlustendur fá innsýn í raunverulegar áskoranir og mögulegar leiðir til að finna jafnvægi í tæknivæddum heimi.

Tuesday May 20, 2025
Tuesday May 20, 2025
Í þessum þætti af Temjum tæknina ræðir Magnús Smári við listamanninn Tolla og Dr. Auðbjörgu Björnsdóttur um áhrif gervigreindar á sköpun, menntun og manneskjuna. Samtal þeirra snýst um jafnvægi, innri ró og hvernig við getum nýtt tæknina á mannúðlegan og skapandi hátt.

Thursday May 08, 2025
Thursday May 08, 2025
In this episode of Temjum tæknina (Taming Technology), we speak with Professor Sean Rife, co-founder of Scite, about the role of AI in science and education. The interview is in English. The University of Akureyri recently signed a two-year agreement with Scite, granting full access to students and staff. Implementation has begun in collaboration with faculty, the university library, and the IT and teaching support center.

Thursday May 08, 2025
Thursday May 08, 2025
Í þessum þætti af Temjum tæknina ræðum við við prófessor Sean Rife, meðstofnanda Scite, um áhrif gervigreindar á vísindastarf og menntun. Viðtalið fer fram á ensku. Háskólinn á Akureyri hefur nýlega gert tveggja ára samning við Scite sem veitir öllum nemendum og starfsfólki aðgang að þessari öflugu þjónustu – og er innleiðing hafin í samstarfi við kennara, bókasafn og upplýsingatæknimiðstöð.




