Temjum tæknina
Temjum tæknina er hlaðvarp um gervigreind og fólk. Magnús Smári Smárason, verkefnastjóri við Háskólann á Akureyri, tekur á móti gestum og ræðir tækni, spunagreind, sjálfvirkni og áhrif tæknibyltinga á daglegt líf. Gestir þáttarins koma úr ólíkum áttum – allt frá sérfræðingum til þeirra sem eru að taka sín fyrstu skref í tækninni. Áherslan er á mannlegar sögur og tengsl tækni við samfélagið í víðum skilningi og áhrif á ólíkar greinar.
Episodes

21 hours ago
21 hours ago
In this episode of Temjum tæknina (Taming Technology), we speak with Professor Sean Rife, co-founder of Scite, about the role of AI in science and education. The interview is in English. The University of Akureyri recently signed a two-year agreement with Scite, granting full access to students and staff. Implementation has begun in collaboration with faculty, the university library, and the IT and teaching support center.

21 hours ago
21 hours ago
Í þessum þætti af Temjum tæknina ræðum við við prófessor Sean Rife, meðstofnanda Scite, um áhrif gervigreindar á vísindastarf og menntun. Viðtalið fer fram á ensku. Háskólinn á Akureyri hefur nýlega gert tveggja ára samning við Scite sem veitir öllum nemendum og starfsfólki aðgang að þessari öflugu þjónustu – og er innleiðing hafin í samstarfi við kennara, bókasafn og upplýsingatæknimiðstöð.

21 hours ago
21 hours ago
Í þættinum fáum við innsýn í ótrúlega vegferð Safa Jemai, sem flutti frá Túnis til Íslands 23 ára, lærði íslensku á fimm mánuðum og rekur í dag tvö gjörólík fyrirtæki – Vikonnek í gervigreindarlausnum og Mabrúka í kryddum sem tengir hana á áhugaverðan hátt við uppruna sinn í Túnis. Safa ræðir við Magnús um reynslu sína af því að byrja upp á nýtt í nýju landi, hvernig hún sameinar tækni og matarhefðir, mikilvægi þess að fylgja ástríðu sinni og hvernig við sem samfélag getum tekist á við örar tæknibreytingar og áhrif gervigreindar á framtíðina.

Thursday Apr 03, 2025
Thursday Apr 03, 2025
Gestur þáttarins er Jónatan Sólon Magnússon, doktorsnemi við heimspeki- og vísindaaðferðafræðistofnun Kepler háskólans í Linz, Austurríki. Jónatan rannsakar gervigreind og efnahagsaðstæður í tengslum við þá þróun með sérstaka áherslu á vinnumarkaðinn. Við ræðum áhrif gervigreindar á störf, hvernig sjálfvirknivæðing getur haft í för með sér breytingar á vinnumarkaði og hugmyndina um "frelsi frá vinnu til að skapa frelsi til vinnu." Jónatan kynnir hugmyndir um grundvallarframfærslu sem leið til að takast á við breytingar á vinnumarkaði, nýtingu gervigreindar til að taka yfir óæskileg störf, og hvernig kapítalískt hagkerfi þarf að þróast til að mæta nýjum veruleika í loftslagsmálum og tæknibreytingum.

Thursday Apr 03, 2025
Thursday Apr 03, 2025
Í þættinum fær Magnús Smári heimsókn frá Gísla Ragnari Guðmundssyni, fyrrum starfsmanni Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytisins sem tók þátt í gerð aðgerðaáætlunar Íslands í málefnum gervigreindar til 2026 og nú starfar sem ráðgjafi hjá KPMG. Þeir ræða stöðu gagnamála hjá hinu opinbera, áskoranir við innleiðingu gervigreindar í íslenskri stjórnsýslu, mikilvægi góðra gagnagrunna fyrir gervigreindarnýtingu, hvernig menntakerfið þarf að bregðast við tæknibreytingum, og stærri samfélagslegar spurningar varðandi atvinnubreytingar og þjóðfélagslega aðlögun.

Friday Mar 21, 2025
Friday Mar 21, 2025
Dr. Ari Kristinn Jónsson er einn áhrifamesti tæknileiðtogi Íslands – fyrrum NASA-vísindamaður, fyrrverandi rektor HR og frumkvöðull á sviði gervigreindar, menntunar og nýsköpunar. Í þessum þætti skyggnumst við inn í ótrúlegan feril hans, leiðtogastíl og ástríðu fyrir því að nýta tækni til að leysa raunveruleg vandamál – frá Mars-jeppum yfir í menntun framtíðarinnar.

Wednesday Mar 12, 2025
Wednesday Mar 12, 2025
Gesturinn í þessum þætti er Helena Sigurðardóttir kennsluráðgjafi hjá Háskólanum á Akureyri, Helena er grunnskólakennari og hefur verið mikill frumkvöðull í að innleiða tækni frá spjaldtölvuvæðingu grunnskóla yfir í gervigreind verkfæri í háskólasamfélaginu, virkilega gaman að fá hana í spjall og margir afar áhugaverðir punktar ræddir.

Friday Feb 21, 2025
Friday Feb 21, 2025
Í þessum fyrsta þætti er rætt við Gunnar Ásgeir Ásgeirsson, kerfisstjóra við Háskólann á Akureyri, hann deilir reynslu sinni úr kvikmyndabransanum – sögum af sýningarstjórastarfinu sem hvarf með stafrænu byltingunni til textavinnslu og verndun íslenskunar.Við spyrjum: Hvernig temjum við tæknina á ábyrgan hátt, án þess að missa tökin?
Gunnar er líka gestgjafi hlaðvarpsins Litli mallakúturinn – hlustaðu á það hér: Spotify tengill.
Bónus fyrir tækniáhugafólk: Kíktu á WhisperSST.is – 100% staðbundið, open-source máltækniviðmót í þróun sem þýðir íslenskt tal í texta beint á þinni vél, án skýjaþjónustu eða nettengingar (eftir fyrsta niðurhal). Þetta verkfæri keyrir á þínum vélbúnaði og tryggir fullkomið næði. Skoðaðu kóðann og prófaðu sjálf(ur) á GitHub.

Friday Feb 14, 2025