6 days ago

#6 Safa Jemai

Í þættinum fáum við innsýn í ótrúlega vegferð Safa Jemai, sem flutti frá Túnis til Íslands 23 ára, lærði íslensku á fimm mánuðum og rekur í dag tvö gjörólík fyrirtæki – Vikonnek í gervigreindarlausnum og Mabrúka í kryddum sem tengir hana á áhugaverðan hátt við uppruna sinn í Túnis. Safa ræðir við Magnús um reynslu sína af því að byrja upp á nýtt í nýju landi, hvernig hún sameinar tækni og matarhefðir, mikilvægi þess að fylgja ástríðu sinni og hvernig við sem samfélag getum tekist á við örar tæknibreytingar og áhrif gervigreindar á framtíðina.

Copyright 2025 All rights reserved.

Version: 20241125